„Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2020 20:30 Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda.Alþingi samþykkti á fimmtudaginn þingsályktunartillögu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Gert er áð fyrir að innan tveggja ári verði lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum 250 og að árið 2026 verði öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa. Grýtubakkahreppur, þar sem búa um 400 manns, þarf því að óbreyttu að finna sér sameiningarfélaga fyrir árið 2026. Þar á bæ eru íbúar mjög ósáttir við að þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum. Óánægjan kom skýrt fram á fundi með Sigurði Inga á miðvikudaginn þar sem honum var afhent mótmælaskjal. Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir. „Það var einkaframtak hjá ibúunum sjálfum að mótmæla lögþvingun sameininga og það voru 186 sem skrifuðu undir. 2018 kusu 193 þannnig að þetta er bara samfélagið. Eindrægnin og samstaðan var gríðarleg. Ég er mjög stoltur af íbúunum hvernig þeir komu fram sem algjörlega einn maður,“ segir Þröstur Friðfinsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Ráðherra hefur þvertekið fyrir í umræðum um málið á Alþingi að lágmarksíbúafjöldi feli í sér þvingun til að sameinast, þau hafi tíma til að aðlaga sig. Þetta gengur ekki upp að mati heimamanna í Grýtubakkahreppi „Það er alveg skýrt að það á að vera 1000 íbúa lágmark Hann segir að það sé ekki lögþvingun af því að við fáum góðan tíma, sveitarfélög almennt, fái að ráða hverjum þau sameinast, en hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast,“ segir Þröstur. Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum.Vísir/Vilhelm Íbúarnir óttist það að með sameiningum fjari undan sjálfsákvörðunarréttinum. „Íbúar upplifa þetta þannig að 370 manns, lítið samfélag, það verður alltaf mikill minnihluti í samfélagi sem er orðið eitthvað yfir 1000, tala nú ekki um enn stærra. Þá hafa menn ekkert forræði í sínum málum,“ segir Þröstur. Íbúar í Grýtubrakkahreppi velti því fyrir sér hvort þetta geti tallist lýðræðislegt. „Við spyrjum okkur af hverju íbúarnir hérna eigi að vera með öðruvísi lýðræði en þeir sem búa í Hveragerði eða einhvers staðar annars staðar.“ Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49 Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda.Alþingi samþykkti á fimmtudaginn þingsályktunartillögu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Gert er áð fyrir að innan tveggja ári verði lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum 250 og að árið 2026 verði öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa. Grýtubakkahreppur, þar sem búa um 400 manns, þarf því að óbreyttu að finna sér sameiningarfélaga fyrir árið 2026. Þar á bæ eru íbúar mjög ósáttir við að þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum. Óánægjan kom skýrt fram á fundi með Sigurði Inga á miðvikudaginn þar sem honum var afhent mótmælaskjal. Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir. „Það var einkaframtak hjá ibúunum sjálfum að mótmæla lögþvingun sameininga og það voru 186 sem skrifuðu undir. 2018 kusu 193 þannnig að þetta er bara samfélagið. Eindrægnin og samstaðan var gríðarleg. Ég er mjög stoltur af íbúunum hvernig þeir komu fram sem algjörlega einn maður,“ segir Þröstur Friðfinsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Ráðherra hefur þvertekið fyrir í umræðum um málið á Alþingi að lágmarksíbúafjöldi feli í sér þvingun til að sameinast, þau hafi tíma til að aðlaga sig. Þetta gengur ekki upp að mati heimamanna í Grýtubakkahreppi „Það er alveg skýrt að það á að vera 1000 íbúa lágmark Hann segir að það sé ekki lögþvingun af því að við fáum góðan tíma, sveitarfélög almennt, fái að ráða hverjum þau sameinast, en hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast,“ segir Þröstur. Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum.Vísir/Vilhelm Íbúarnir óttist það að með sameiningum fjari undan sjálfsákvörðunarréttinum. „Íbúar upplifa þetta þannig að 370 manns, lítið samfélag, það verður alltaf mikill minnihluti í samfélagi sem er orðið eitthvað yfir 1000, tala nú ekki um enn stærra. Þá hafa menn ekkert forræði í sínum málum,“ segir Þröstur. Íbúar í Grýtubrakkahreppi velti því fyrir sér hvort þetta geti tallist lýðræðislegt. „Við spyrjum okkur af hverju íbúarnir hérna eigi að vera með öðruvísi lýðræði en þeir sem búa í Hveragerði eða einhvers staðar annars staðar.“
Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49 Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49
Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22