Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:20 Æ algengara er nú orðið að sjá erlenda ferðamenn hér á landi bera grímur fyrir vitum sér. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira