Sara Björk um að vinna Meistaradeildina: Sá stóri hefur verið markmiðið mitt í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdottir á ekki góðar miningar frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Wolfsburg þar sem hún meiddist mjög illa. Getty/Boris Streubel Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020 Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira