Níu fluttir á sjúkrahús eftir að nokkrir bílar lentu saman í Melasveit Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. febrúar 2020 20:33 Þrír sjúkrabílar með níu manns úr slysinu eru komnir á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem fólkið er til skoðunar. Mynd/Aðsend Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi. Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi.
Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira