Litla gula hænan fann fræ Eva Magnúsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 07:30 Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar