Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Tryggvi Másson skrifar 19. febrúar 2020 09:00 Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Nýsköpun Rómur Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun