Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 23:30 Michael Bloomberg hlýtur að vera ánægður með þessar fregnir. Vísir/Ap Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15
Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00