Heilbrigð ungmenni sem geta tekist á við áskoranir 21. aldarinnar Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:00 Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar