Nýtt merki Vegagerðarinnar úr kolli Hallgríms Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 14:30 Hallgrímur Helgason er sonur fyrrverandi vegamálastjóra Getty/Ralph Orlowski Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin
Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira