Castillion vann mál gegn FH Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 10:48 Geoffrey Castillion gekk illa að láta ljós sitt skína í búningi FH. vísir/bára Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sjá meira
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sjá meira