Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 19:22 Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. Enn er unnið að því að koma fullum straumi á að nýju. Þá varð einnig straumlaust í kísilveri Elkem á Grundartanga. Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Sólveig Kr. Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls segir í samtali við Vísi að Norðurál, ásamt Landsneti, reyni nú að koma rafmagni aftur í fyrra horf. Það hafði ekki tekist enn um klukkan sjö. Sólveig segir að rafmagn hafi aðeins verið úti í skamman tíma og því sé tjón óverulegt. Ef straumlaust hefði verið í langan tíma hefði tjón hins vegar getað hlaupið á milljörðum. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að högg hafi komið á kerfið, líklegast vegna seltu, í tengivirki á Brennimel. Þessi vandræði hafi orðið þess valdandi að straumlaust varð hjá Elkem og Norðuráli. Verið er að vinna í að koma kerfinu upp aftur og skoða hvort þurfi að skola tengivirkið. Rafmagnstruflanir hafa verið víða á landinu í dag vegna óveðursins sem gekk yfir. Selta í tengivirki Landsnets í Breiðadal varð til þess að Ísafjarðarlína 1 datt út um klukkan 17:30. Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysis mun gæta í sveitinni í Önundarfirði og hluta Eyrarinnar. Uppfært klukkan 21:05: Í færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að Norðurál og Elkem séu að keyra aftur upp rekstur eftir seltuhreinsun. Slökkvilið Akraness fór að tengivirkinu á Klafastöðum til að skola af því salt. Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Veður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. Enn er unnið að því að koma fullum straumi á að nýju. Þá varð einnig straumlaust í kísilveri Elkem á Grundartanga. Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Sólveig Kr. Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls segir í samtali við Vísi að Norðurál, ásamt Landsneti, reyni nú að koma rafmagni aftur í fyrra horf. Það hafði ekki tekist enn um klukkan sjö. Sólveig segir að rafmagn hafi aðeins verið úti í skamman tíma og því sé tjón óverulegt. Ef straumlaust hefði verið í langan tíma hefði tjón hins vegar getað hlaupið á milljörðum. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að högg hafi komið á kerfið, líklegast vegna seltu, í tengivirki á Brennimel. Þessi vandræði hafi orðið þess valdandi að straumlaust varð hjá Elkem og Norðuráli. Verið er að vinna í að koma kerfinu upp aftur og skoða hvort þurfi að skola tengivirkið. Rafmagnstruflanir hafa verið víða á landinu í dag vegna óveðursins sem gekk yfir. Selta í tengivirki Landsnets í Breiðadal varð til þess að Ísafjarðarlína 1 datt út um klukkan 17:30. Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysis mun gæta í sveitinni í Önundarfirði og hluta Eyrarinnar. Uppfært klukkan 21:05: Í færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að Norðurál og Elkem séu að keyra aftur upp rekstur eftir seltuhreinsun. Slökkvilið Akraness fór að tengivirkinu á Klafastöðum til að skola af því salt.
Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Veður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira