Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 20:00 Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31
Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56
800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40