Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:07 Weinstein mætir í dómsal í New York 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust. Vísir/getty Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47