Örtröð og tómar hillur í aðdraganda sprengilægðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 20:33 Sérstaklega þykir eftirtektarvert að brauðhillur hafi tæmst. Slíkt gerist venjulega ekki á fimmtudögum, að sögn framkvæmdastjóra Krónunnar. Myndin er tekin í Krónunni á Granda síðdegis í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55