NFL-deildin tilkynnti í gær að varnarmaður Cleveland Browns, Myles Garrett, væri kominn úr leikbanni og það kom mörgum á óvart.
Garrett reif hjálminn af Mason Rudolph, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, og notaði hann til þess að lemja leikstjórnandann í hausinn.
.@MikePereira explains what kind of suspensions should be expected for players following tonight’s Steelers-Browns game. pic.twitter.com/2u8wwYvj4b
— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 15, 2019
Hann fékk strax leikbann sem var ótímabundið. Flestir áttu von á því að hann myndi byrja næsta tímabil í banni þar sem hann missti aðeins sex leiki úr á nýliðinni leiktíð.
NFL-deildin er ekki í refsistuði og hefur aflétt banninu svo leikmaðurinn getur farið beint að æfa með félögum sínum.