Álinu kálað Tómas Guðbjartsson skrifar 12. febrúar 2020 16:30 Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar