Fjölnir aldrei tapað í undanúrslitum | Hvað gerist í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 14:00 Úr leik liðanna í Dominos deild karla í vetur. Vísir/Bára Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum