CIA seldi ríkjum tækni sem var notuð til að njósna um þau Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 16:20 Í innri skýrslum lýsti CIA starfsemi sinni með Crypto AG sem mesta snilldarbragði í leyniþjónustumálum á síðustu öld. Vísir/Getty Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira