Aldrei minna áhorf á Óskarinn í bandarísku sjónvarpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 09:15 Þrír hinna fjögurra hvítu leikara sem hlutu Óskarinn fyrir besta leik í ár, þau Joaquin Phoenix, Renée Zellweger og Brad Pitt. vísir/getty Aldrei hafa færri bandarískir sjónvarpsáhorfendur stillt inn á beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar ABC frá Óskarsverðlaununum en í ár. Alls horfðu 23,6 milljónir manna á verðlaunahátíðina sem fram fór á sunnudaginn. Þar með var metið frá árinu 2018 um fæsta áhorfendur á Óskarinn slegið en það ár horfðu 26,5 milljón áhorfenda á beina útsendingu frá verðlaununum. Áhorfið í fyrra fór upp á milli ára en þá horfðu 29,6 milljónir manna á hátíðina í sjónvarpi. Þá var það nýmæli að enginn sérstakur kynnir var á hátíðinni og var það sama uppi á teningnum í ár. Það skilaði sér hins vegar ekki í fleiri áhorfendum. Það gerðu heldur ekki tilraunir til þess að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá en áður, til dæmis með opnunaratriðinu og óvæntu tónlistaratriði Eminem, að því er fram kemur í umfjöllun Indiewire um málið. Óskarsverðlaunin voru í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar gagnrýnd mikið fyrir einmitt skort á fjölbreytileika. Gagnrýnin beindist ekki hvað síst að tilnefningum í leikara- og leikkonuflokkum þar sem allir tilnefndir voru hvítir fyrir utan Cynthiu Erivo, og tilnefningum í leikstjóraflokknum þar sem engin kona hlaut tilnefningu. Burtséð þó frá áhorfstölum og skorti á fjölbreytileika má nánast fullyrða að 92. Óskarsverðlaunin verði lengi í minnum höfð hjá íslensku þjóðinni þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, varð á sunnudaginn fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Hún hlaut styttuna góðu fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Bandaríkin Fjölmiðlar Hollywood Óskarinn Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Aldrei hafa færri bandarískir sjónvarpsáhorfendur stillt inn á beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar ABC frá Óskarsverðlaununum en í ár. Alls horfðu 23,6 milljónir manna á verðlaunahátíðina sem fram fór á sunnudaginn. Þar með var metið frá árinu 2018 um fæsta áhorfendur á Óskarinn slegið en það ár horfðu 26,5 milljón áhorfenda á beina útsendingu frá verðlaununum. Áhorfið í fyrra fór upp á milli ára en þá horfðu 29,6 milljónir manna á hátíðina í sjónvarpi. Þá var það nýmæli að enginn sérstakur kynnir var á hátíðinni og var það sama uppi á teningnum í ár. Það skilaði sér hins vegar ekki í fleiri áhorfendum. Það gerðu heldur ekki tilraunir til þess að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá en áður, til dæmis með opnunaratriðinu og óvæntu tónlistaratriði Eminem, að því er fram kemur í umfjöllun Indiewire um málið. Óskarsverðlaunin voru í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar gagnrýnd mikið fyrir einmitt skort á fjölbreytileika. Gagnrýnin beindist ekki hvað síst að tilnefningum í leikara- og leikkonuflokkum þar sem allir tilnefndir voru hvítir fyrir utan Cynthiu Erivo, og tilnefningum í leikstjóraflokknum þar sem engin kona hlaut tilnefningu. Burtséð þó frá áhorfstölum og skorti á fjölbreytileika má nánast fullyrða að 92. Óskarsverðlaunin verði lengi í minnum höfð hjá íslensku þjóðinni þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, varð á sunnudaginn fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Hún hlaut styttuna góðu fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker.
Bandaríkin Fjölmiðlar Hollywood Óskarinn Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira