Ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun