Valur fór létt með ÍBV | Víkíngur Ó. halda áfram að leka mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 16:15 Sigurður Egill skoraði tvívegis gegn ÍBV í dag. Vísir/Bára Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig. Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira