Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 12:45 Gámurinn sem komið var upp til þess að taka á móti fólki sem mögulega væri smitað af veirunni Vísir/Vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans hafa verið settir sóttkví, ásamt tugum annarra sem tengjast manninum. Stjórnandi vinnustaðarins er afar gagnrýninn á hæg viðbrögð yfirvalda þegar smitið kom upp. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru og veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna var hækkað úr óvissustigi í hættustig. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að í gærkvöldi hafi stór hópur unnið að því að rekja ferðir mannsins. „Út úr þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga, sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis, að vera í sóttkví næstu fjórtán daga og láta okkur vita ef það kæmu fram einkenni. Úr þessum hópi voru líka tekin nokkur sýni úr nokkrum einstaklingum sem voru með flensueinkenni og við fáum niðurstöður úr þeim í dag,“ segir Víðir. Sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og voru ferðir hennar því ekki raktar að sögn Víðis. „Við vorum komin með miklar upplýsingar en þegar það reyndist neikvætt þá ákváðum við að fara ekki með það lengra. En auðvitað liggja leiðir þeirra víða saman,“ segir Víðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur maðurinn sem greindist með veiruna á um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Átján samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í sóttkví en nokkrir voru í leyfi frá vinnu þá daga sem maðurinn mætti í vinnuna. Eiginkona mannsins er þá stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík en nemendum skólans var greint frá því í tölvupósti í dag. Þar sagði að viðkomandi starfsmaður skólans hefði ekki sinnt kennslu á önninni. Var það einnig nefnt að starfsmaðurinn sem um ræðir hafi ekki greinst með veiruna en muni, í varúðarskyni, halda sig heima næstu tvær vikurnar. Fréttastofa hefur rætt við stjórnanda vinnustaðarins sem er afar gagnrýninn á viðbrögð yfirvalda í málinu. Um klukkan tvö hafi fréttir borist um að samstarfsfélagi væri smitaður og við tóku nokkrar klukkustundir af óvissu. Enginn hafi náð sambandi við síma 1700 og það hafi verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandi vinnustaðarins segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði eftir að í ljós kom að maðurinn væri smitaður. Víðir segir gagnrýnina réttmæta. Eftir að fréttir hafi borist af smiti mannsins hafi orðið gríðarlegt álag á símanúmerinu 1700 og Neyðarlínunni. „Það passar að þetta kemur inn til okkar þannig að það hafi starfsmaður hjá embætti Landlæknis sem hefur samband við okkur og þá fer ferlið í gang gagnvart þessum vinnustað, að vera í samskiptum og veita þeim upplýsingar og hjálpa þeim að vinna úr þessum upplýsingum. Þetta er bara mjög eðlileg og réttmæt gagnrýni að við hefðum geta brugðist hraðar við þessum málum á nokkrum stöðum, það er alveg pottþétt,“ segir Víðir. Víðir ítrekar að almenningur sé beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Það sé stöðufundur með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu. „Við erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun og tryggja samhæfingu,“ segir Víðir.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans hafa verið settir sóttkví, ásamt tugum annarra sem tengjast manninum. Stjórnandi vinnustaðarins er afar gagnrýninn á hæg viðbrögð yfirvalda þegar smitið kom upp. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru og veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna var hækkað úr óvissustigi í hættustig. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að í gærkvöldi hafi stór hópur unnið að því að rekja ferðir mannsins. „Út úr þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga, sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis, að vera í sóttkví næstu fjórtán daga og láta okkur vita ef það kæmu fram einkenni. Úr þessum hópi voru líka tekin nokkur sýni úr nokkrum einstaklingum sem voru með flensueinkenni og við fáum niðurstöður úr þeim í dag,“ segir Víðir. Sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og voru ferðir hennar því ekki raktar að sögn Víðis. „Við vorum komin með miklar upplýsingar en þegar það reyndist neikvætt þá ákváðum við að fara ekki með það lengra. En auðvitað liggja leiðir þeirra víða saman,“ segir Víðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur maðurinn sem greindist með veiruna á um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Átján samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í sóttkví en nokkrir voru í leyfi frá vinnu þá daga sem maðurinn mætti í vinnuna. Eiginkona mannsins er þá stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík en nemendum skólans var greint frá því í tölvupósti í dag. Þar sagði að viðkomandi starfsmaður skólans hefði ekki sinnt kennslu á önninni. Var það einnig nefnt að starfsmaðurinn sem um ræðir hafi ekki greinst með veiruna en muni, í varúðarskyni, halda sig heima næstu tvær vikurnar. Fréttastofa hefur rætt við stjórnanda vinnustaðarins sem er afar gagnrýninn á viðbrögð yfirvalda í málinu. Um klukkan tvö hafi fréttir borist um að samstarfsfélagi væri smitaður og við tóku nokkrar klukkustundir af óvissu. Enginn hafi náð sambandi við síma 1700 og það hafi verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandi vinnustaðarins segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði eftir að í ljós kom að maðurinn væri smitaður. Víðir segir gagnrýnina réttmæta. Eftir að fréttir hafi borist af smiti mannsins hafi orðið gríðarlegt álag á símanúmerinu 1700 og Neyðarlínunni. „Það passar að þetta kemur inn til okkar þannig að það hafi starfsmaður hjá embætti Landlæknis sem hefur samband við okkur og þá fer ferlið í gang gagnvart þessum vinnustað, að vera í samskiptum og veita þeim upplýsingar og hjálpa þeim að vinna úr þessum upplýsingum. Þetta er bara mjög eðlileg og réttmæt gagnrýni að við hefðum geta brugðist hraðar við þessum málum á nokkrum stöðum, það er alveg pottþétt,“ segir Víðir. Víðir ítrekar að almenningur sé beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Það sé stöðufundur með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu. „Við erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun og tryggja samhæfingu,“ segir Víðir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði