Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2020 20:30 Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira