Dagur, stattu við orð þín Viðar Þorsteinsson skrifar 28. febrúar 2020 15:35 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar