Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 10:40 Frambjóðendurnir Warren (t.v.), Sanders (f.m.) og Biden (t.h.) kepptust um orðið í Suður-Karólínu í gærkvöldi. AP/Patrick Semansky Frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins beindu spjótum sínum að forystusauðnum Bernie Sanders í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Vöruðu frambjóðendurnir við því að Sanders gæti kostað demókrata Hvíta húsið og meirihluta á Bandaríkjaþingi verði hann útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins. Sanders hefur vegnað vel í fyrstu þremur ríkjunum í forvali demókrata. Hann og Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri í South Bend í Indiana, voru nær jafnir í Iowa og New Hamsphire en í Nevada hafði Sanders sannfærandi sigur, án þess þó að fá hreinan meirihluta atkvæða, um síðustu helgi. Öll spjót stóðu því á Sanders í kappræðunum sem voru haldnar í Suður-Karólínu þar sem næsti hluti forvalsins fer fram á laugardag. Kappræðurnar voru jafnframt þær síðustu fyrir svonefndan ofurþriðjudag í næstu viku en þá halda fjórtán ríki forvöl sín, þar á meðal Kalifornía og Texas. Þá er keppt um þriðjung landsfundarfulltrúanna sem velja á endanum frambjóðandann í sumar. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, er á vinstri jaðrinum í bandarískum stjórnmálum. Aðrir frambjóðendur fullyrtu að hann ætti ekki möguleika á að leggja Donald Trump forseta að velli og gagnrýndu hann fyrir lof á vinstrisinnuðum einræðisherrum og að hafa ekki verið samkvæmur sjálfum sér um skotvopnalöggjöf, að sögn Washington Post. „Ég get sagt nákvæmlega hvernig þetta kemur út. Þetta endar með fjórum árum af Donald Trump til viðbótar,“ sagði Buttigieg þegar hann gagnrýndi Sanders fyrir undanbrögð um kostnað við stefnumál hans, þar á meðal almenna opinbera heilbrigðisþjónustu. Frambjóðendurnir höfðu einnig áhyggjur af því að Sanders ætti eftir að skemma fyrir demókrötum sem eiga erfiðar kosningar framundan í íhaldssömum ríkjum og ríkjum sem sveiflast á milli flokkanna tveggja. „Bernie tapar fyrir Donald Trump og Donald Trump og fulltrúadeildin og öldungadeildin og sum ríkisþinghúsin verða öll rauð [litur Repúblikanaflokksins],“ fullyrti Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem hélt því fram að það yrði „hörmung“ yrði Sanders fyrir valinu sem frambjóðandi demókrata. Jafnvel Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega af frambjóðendunum skaut á hann. Fullyrti Warren að hún yrði betri forseti en Sanders vegna þess að það yrði erfitt að hrinda róttækum stefnumálum þeirra í framkvæmd. Það hefði hún gert áður en ekki Sanders. „Ég setti undir mig hausinn, ég vann vinnuna, og framboð Bernie úthúðaði mér,“ sagði Warren sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í forvalinu til þessa. Frambjóðendurnir sjö sem tóku þátt í kappræðunum. Frá vinstri: Michael Bloomberg, Pete Buttigieg, Elizabeth Warren, Bernie Sanders, Joe Biden, Amy Klobuchar og Tom Steyer.AP/Matt Rourke Varði hugmyndir sínar af hörku Sanders tók gagnrýninni þó ekki þegjandi og hljóðalaust. Hann varði tillögur sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla sem mannréttindi og fullyrti að hugmyndir hans um aukinn jöfnuð í efnahagsmálum njóti stuðnings á meðal bandarísku þjóðarinnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef þið viljið sigra Trump þurfið þið á fordæmalausri grasrótarhreyfingu svarts og hvíts og rómansks, frumbyggja og asísks fólks sem rís upp og berst fyrir réttlæti. Það er það sem hreyfingin okkar snýst um,“ sagði Sanders. Fullyrti hann að þrátt fyrir að hagtölur í Bandaríkjunum hafi verið jákvæðar um hríð virki hagkerfið ekki fyrir bandarísku þjóðina, aðeins fyrir milljarðamæringa eins og Bloomberg. „Þetta er hagkerfi sem vinnur fyrir eina prósentið. Við ætlum að skapa hagkerfi fyrir alla, ekki bara fyrir auðugu fjárhagslegu bakhjarla frambjóðendanna,“ sagði Sanders. Sögðu að Rússar vildu Sanders svo Trump ynni Bloomberg, sem verður á fyrsta skipti á kjörseðlinum á þriðjudag, þótti standa sig betur í kappræðunum í gær en í Nevada í síðustu viku. Eftir þær glutraði hann niður nokkru af því fylgi sem hann hafði unnið sér inn í skoðanakönnunum með stórfelldum auglýsingakaupum og mikilli fjölmiðlaumfjöllun. Lagði Bloomberg meðal annars út af fréttum síðustu viku um að rússnesk stjórnvöld reyni nú að hjálpa framboði Sanders til sigurs með það fyrir augum að valda usla í röðum demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember og að þeir reyni enn að hjálpa Trump. „Vladímír Pútín [Rússlandsforseti] telur að Donald Trump ætti að vera forseti Bandaríkjanna. Þess vegna vilja Rússar hjálpa þér að ná kjöri, svo að þú tapir fyrir honum,“ sagði Bloomberg. Buttigieg tók í sama streng og sagði Rússa reyna að skapa glundroða. „Haldið þið að undanfarin fjögur ár hafi verið óreiðukennd, sundrandi, eitruð, lýjandi? Ímyndið ykkur bróðurpart 2020 með Bernie Sanders gegn Donald Trump,“ sagði hann. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, sem leiddi lengi vel í skoðanakönnunum en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrstu forvölunum hét því að bera sigur úr býtum í Suður-Karólínu og koma framboði sínu þannig aftur á beinu brautina. Um 60% kjósenda í forvali demókratar þar eru svartir og hefur Biden notið mestra vinsælda á meðal þeirra til þessa. „Ég er hér til að vinna mér það inn en, góðir hálsar, ég ætla mér að vinn í Suður-Karólínu og ætla að vinna atkvæði svartra Bandaríkjamanna hér í Suður-Karólínu,“ sagði hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Bernie Sanders segir Vladímír Pútín að hætta afskiptum af bandarískum kosningum í ljósi njósna um að Rússar reyni nú að hjálpa framboði hans. 21. febrúar 2020 21:42 Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. 23. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins beindu spjótum sínum að forystusauðnum Bernie Sanders í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Vöruðu frambjóðendurnir við því að Sanders gæti kostað demókrata Hvíta húsið og meirihluta á Bandaríkjaþingi verði hann útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins. Sanders hefur vegnað vel í fyrstu þremur ríkjunum í forvali demókrata. Hann og Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri í South Bend í Indiana, voru nær jafnir í Iowa og New Hamsphire en í Nevada hafði Sanders sannfærandi sigur, án þess þó að fá hreinan meirihluta atkvæða, um síðustu helgi. Öll spjót stóðu því á Sanders í kappræðunum sem voru haldnar í Suður-Karólínu þar sem næsti hluti forvalsins fer fram á laugardag. Kappræðurnar voru jafnframt þær síðustu fyrir svonefndan ofurþriðjudag í næstu viku en þá halda fjórtán ríki forvöl sín, þar á meðal Kalifornía og Texas. Þá er keppt um þriðjung landsfundarfulltrúanna sem velja á endanum frambjóðandann í sumar. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, er á vinstri jaðrinum í bandarískum stjórnmálum. Aðrir frambjóðendur fullyrtu að hann ætti ekki möguleika á að leggja Donald Trump forseta að velli og gagnrýndu hann fyrir lof á vinstrisinnuðum einræðisherrum og að hafa ekki verið samkvæmur sjálfum sér um skotvopnalöggjöf, að sögn Washington Post. „Ég get sagt nákvæmlega hvernig þetta kemur út. Þetta endar með fjórum árum af Donald Trump til viðbótar,“ sagði Buttigieg þegar hann gagnrýndi Sanders fyrir undanbrögð um kostnað við stefnumál hans, þar á meðal almenna opinbera heilbrigðisþjónustu. Frambjóðendurnir höfðu einnig áhyggjur af því að Sanders ætti eftir að skemma fyrir demókrötum sem eiga erfiðar kosningar framundan í íhaldssömum ríkjum og ríkjum sem sveiflast á milli flokkanna tveggja. „Bernie tapar fyrir Donald Trump og Donald Trump og fulltrúadeildin og öldungadeildin og sum ríkisþinghúsin verða öll rauð [litur Repúblikanaflokksins],“ fullyrti Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem hélt því fram að það yrði „hörmung“ yrði Sanders fyrir valinu sem frambjóðandi demókrata. Jafnvel Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega af frambjóðendunum skaut á hann. Fullyrti Warren að hún yrði betri forseti en Sanders vegna þess að það yrði erfitt að hrinda róttækum stefnumálum þeirra í framkvæmd. Það hefði hún gert áður en ekki Sanders. „Ég setti undir mig hausinn, ég vann vinnuna, og framboð Bernie úthúðaði mér,“ sagði Warren sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í forvalinu til þessa. Frambjóðendurnir sjö sem tóku þátt í kappræðunum. Frá vinstri: Michael Bloomberg, Pete Buttigieg, Elizabeth Warren, Bernie Sanders, Joe Biden, Amy Klobuchar og Tom Steyer.AP/Matt Rourke Varði hugmyndir sínar af hörku Sanders tók gagnrýninni þó ekki þegjandi og hljóðalaust. Hann varði tillögur sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla sem mannréttindi og fullyrti að hugmyndir hans um aukinn jöfnuð í efnahagsmálum njóti stuðnings á meðal bandarísku þjóðarinnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef þið viljið sigra Trump þurfið þið á fordæmalausri grasrótarhreyfingu svarts og hvíts og rómansks, frumbyggja og asísks fólks sem rís upp og berst fyrir réttlæti. Það er það sem hreyfingin okkar snýst um,“ sagði Sanders. Fullyrti hann að þrátt fyrir að hagtölur í Bandaríkjunum hafi verið jákvæðar um hríð virki hagkerfið ekki fyrir bandarísku þjóðina, aðeins fyrir milljarðamæringa eins og Bloomberg. „Þetta er hagkerfi sem vinnur fyrir eina prósentið. Við ætlum að skapa hagkerfi fyrir alla, ekki bara fyrir auðugu fjárhagslegu bakhjarla frambjóðendanna,“ sagði Sanders. Sögðu að Rússar vildu Sanders svo Trump ynni Bloomberg, sem verður á fyrsta skipti á kjörseðlinum á þriðjudag, þótti standa sig betur í kappræðunum í gær en í Nevada í síðustu viku. Eftir þær glutraði hann niður nokkru af því fylgi sem hann hafði unnið sér inn í skoðanakönnunum með stórfelldum auglýsingakaupum og mikilli fjölmiðlaumfjöllun. Lagði Bloomberg meðal annars út af fréttum síðustu viku um að rússnesk stjórnvöld reyni nú að hjálpa framboði Sanders til sigurs með það fyrir augum að valda usla í röðum demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember og að þeir reyni enn að hjálpa Trump. „Vladímír Pútín [Rússlandsforseti] telur að Donald Trump ætti að vera forseti Bandaríkjanna. Þess vegna vilja Rússar hjálpa þér að ná kjöri, svo að þú tapir fyrir honum,“ sagði Bloomberg. Buttigieg tók í sama streng og sagði Rússa reyna að skapa glundroða. „Haldið þið að undanfarin fjögur ár hafi verið óreiðukennd, sundrandi, eitruð, lýjandi? Ímyndið ykkur bróðurpart 2020 með Bernie Sanders gegn Donald Trump,“ sagði hann. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, sem leiddi lengi vel í skoðanakönnunum en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrstu forvölunum hét því að bera sigur úr býtum í Suður-Karólínu og koma framboði sínu þannig aftur á beinu brautina. Um 60% kjósenda í forvali demókratar þar eru svartir og hefur Biden notið mestra vinsælda á meðal þeirra til þessa. „Ég er hér til að vinna mér það inn en, góðir hálsar, ég ætla mér að vinn í Suður-Karólínu og ætla að vinna atkvæði svartra Bandaríkjamanna hér í Suður-Karólínu,“ sagði hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Bernie Sanders segir Vladímír Pútín að hætta afskiptum af bandarískum kosningum í ljósi njósna um að Rússar reyni nú að hjálpa framboði hans. 21. febrúar 2020 21:42 Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. 23. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Bernie Sanders segir Vladímír Pútín að hætta afskiptum af bandarískum kosningum í ljósi njósna um að Rússar reyni nú að hjálpa framboði hans. 21. febrúar 2020 21:42
Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. 23. febrúar 2020 07:21