Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 15:59 Mimi Haleyi þegar hún mætti til að bera vitni í máli Weinstein í janúar. AP/Mark Lennihan Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51