Klopp: Hélt að þetta met félli aldrei Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 22:45 Sadio Mané skoraði sigurmark Liverpool gegn West Ham og kyssti grasið á Anfield. vísir/getty Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45