Klopp: Hélt að þetta met félli aldrei Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 22:45 Sadio Mané skoraði sigurmark Liverpool gegn West Ham og kyssti grasið á Anfield. vísir/getty Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45