Innflytjendur keppast við að koma upp og reka matarvagna í Reykjavík í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. febrúar 2020 19:30 Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar. Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar.
Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira