Nútíma þrælahald Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jack Hrafnkell Daníelsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun