„Er alltaf vondi kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 11:30 Darri ásamt Michelle og börnunum tveimur. Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira