Markaðsstarf er besta fjárfestingin Jóhannes Þór Skúlason skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun