Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:47 Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30