Guardiola um Sterling: Bönnum ekki leikmönnum að tjá sig Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 18:07 Raheem Sterling og félagar eiga fyrir höndum erfiðan leik við Leicester á morgun. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira