Ríkið tekur við rekstri öldrunarheimila af Akureyrarbæ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 15:23 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun frá og með 1. janúar næstkomandi taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar af Akureyrarbæ. Á þriðja hundrað starfsmenn öldrunarheimilana munu þá færast frá sveitarfélaginu yfir til HSN. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ þar sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið HSN að taka við rekstrinum tímabundið. Fyrr á árinu samþykkti bæjarráð Akureyrar að óska ekki eftir framlengingu samningsins, sem rennur út 31. desember næstkomandi. Akureyrarbær hefur undanfarin ár rekið Öldrunarheimili Akureyrar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa hins verið ósáttir við að íslenska ríkið hafi verið tilbúið til þess að greiða uppsafnaðan halla í rekstri öldrunarheimilana. Hafa þeir bent á að það sé ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga að reka öldrunarheimili og sveitarfélagið geti ekki greitt á fjórða hundruð milljóna með rekstrinum á ári hverju. Í tilkynningu frá bænum segir að sú ákvörðun að flytja reksturinn til HSN sé mikilvægur liður í því að eyða óvissu um framtíðarrekstur öldrunarheimila. Þá er vísað í að heilbrigðisráðuneytið sé að hefja vinnu við úttekt á rekstri öldrunarheimila og að framtíðarhögun rekstrar öldrunarheimila á Akureyri muni taka mið að þeirri vinnu. Öldrunarheimili Akureyrar reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð. Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að frá og með 1. janúar næstkomandi færast á þriðja hundrað starfsmenn ÖA frá Akureyrarbæ til HSN en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum sem eru í gildi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun frá og með 1. janúar næstkomandi taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar af Akureyrarbæ. Á þriðja hundrað starfsmenn öldrunarheimilana munu þá færast frá sveitarfélaginu yfir til HSN. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ þar sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið HSN að taka við rekstrinum tímabundið. Fyrr á árinu samþykkti bæjarráð Akureyrar að óska ekki eftir framlengingu samningsins, sem rennur út 31. desember næstkomandi. Akureyrarbær hefur undanfarin ár rekið Öldrunarheimili Akureyrar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa hins verið ósáttir við að íslenska ríkið hafi verið tilbúið til þess að greiða uppsafnaðan halla í rekstri öldrunarheimilana. Hafa þeir bent á að það sé ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga að reka öldrunarheimili og sveitarfélagið geti ekki greitt á fjórða hundruð milljóna með rekstrinum á ári hverju. Í tilkynningu frá bænum segir að sú ákvörðun að flytja reksturinn til HSN sé mikilvægur liður í því að eyða óvissu um framtíðarrekstur öldrunarheimila. Þá er vísað í að heilbrigðisráðuneytið sé að hefja vinnu við úttekt á rekstri öldrunarheimila og að framtíðarhögun rekstrar öldrunarheimila á Akureyri muni taka mið að þeirri vinnu. Öldrunarheimili Akureyrar reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð. Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að frá og með 1. janúar næstkomandi færast á þriðja hundrað starfsmenn ÖA frá Akureyrarbæ til HSN en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum sem eru í gildi, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent