Baunuðu á Bloomberg Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2020 08:23 Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. AP/John Locher Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira