Fræða en ekki hræða Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. mars 2020 08:00 Um fátt annað er rætt nú en Covid-19 vírusinn. Mér verður hugsað til barnanna og hvort við, hinir fullorðnu, séum að vanda okkur hvernig við tölum ef börn eru í návist okkar. Um þennan vágest eins og annan sem kann að steðja að þurfum við að ræða af yfirvegun ef börn heyra til. Oft gleymum við fullorðna fólkið að þegar við erum að tala saman þá eru börn að hlusta. Þeirra túlkun og ályktun geta gert þau enn hræddari en ástæða er til. Þau eru jú bara börn. Okkar hlutverk er að fræða þau án þess að hræða og fullvissa þau um að þau séu örugg og að þau þurfi ekkert að óttast. Fræðsla um erfið mál verður ávallt að markast af aldri barna og þroska og henni þarf að vera fylgt vel eftir. Það skiptir öllu máli að sníða upplýsingar og umræðu eftir aldri, þroska og persónu barnsins ef barnið á ekki að verða heltekið af áhyggjum. Mikilvægt er að kenna börnum hreinlæti og umgengnisvenjur við svona aðstæður og halda þeim nægjanlega upplýstum en ekkert er fengið með því að hræða þau eða gera þau taugaóstyrk. Börn eru misviðkvæm að eðlisfari. Sum hugsa meira um hættur, sjúkdóma og slys á meðan önnur eru upptekin við annað. Börn með kvíðaröskun taka allt inn á sig sem er í umræðunni og líklegt er til að valda áhyggjum. Afleiðingar láta oft ekki á sér standa, kvíði, lystarleysi og svefnleysi geta fylgt í kjölfarið. Börn eru næm á líðan foreldra og skynja fljótt ef þeirra nánustu eru með áhyggjur eða eru stressuð. Ef fullorðna fólkið sýnir taugaveiklun og stjórnlausa hræðsluhegðun í návist barna munu börnin verða skelfingu lostin. Foreldrar, afar og ömmur sem eru yfirkomin af skelfingu geta oft ekki leynt því. Börn hlusta á raddblæ og fylgjast grannt með svipbrigðum sinna nánustu til að meta kvíða- og áhyggjustig þeirra. Ef börn sjá að þeir sem eiga að gæta öryggi þeirra eru lamaðir af ótta er öryggiskennd kippt undan fótum þeirra. Fullorðnir eru haldreipi barnanna og það haldreipi þarf að vera sterkt. Þess vegna skiptir öllu máli að útskýra, fræða og svara spurningum barna af yfirvegun og öryggi. Börn heyra fréttir og sé eftir því tekið að barn er farið að fylgjast með fréttum af Covid-19 vírusnum er mikilvægt að fullorðinn sé til staðar til að útskýra og svara spurningum. Það er mikilvægt að foreldrar geti leiðrétt mögulegar mistúlkanir og misskilning sem kann að koma upp hjá barni sem farið er að fylgjast með fjölmiðlum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Um fátt annað er rætt nú en Covid-19 vírusinn. Mér verður hugsað til barnanna og hvort við, hinir fullorðnu, séum að vanda okkur hvernig við tölum ef börn eru í návist okkar. Um þennan vágest eins og annan sem kann að steðja að þurfum við að ræða af yfirvegun ef börn heyra til. Oft gleymum við fullorðna fólkið að þegar við erum að tala saman þá eru börn að hlusta. Þeirra túlkun og ályktun geta gert þau enn hræddari en ástæða er til. Þau eru jú bara börn. Okkar hlutverk er að fræða þau án þess að hræða og fullvissa þau um að þau séu örugg og að þau þurfi ekkert að óttast. Fræðsla um erfið mál verður ávallt að markast af aldri barna og þroska og henni þarf að vera fylgt vel eftir. Það skiptir öllu máli að sníða upplýsingar og umræðu eftir aldri, þroska og persónu barnsins ef barnið á ekki að verða heltekið af áhyggjum. Mikilvægt er að kenna börnum hreinlæti og umgengnisvenjur við svona aðstæður og halda þeim nægjanlega upplýstum en ekkert er fengið með því að hræða þau eða gera þau taugaóstyrk. Börn eru misviðkvæm að eðlisfari. Sum hugsa meira um hættur, sjúkdóma og slys á meðan önnur eru upptekin við annað. Börn með kvíðaröskun taka allt inn á sig sem er í umræðunni og líklegt er til að valda áhyggjum. Afleiðingar láta oft ekki á sér standa, kvíði, lystarleysi og svefnleysi geta fylgt í kjölfarið. Börn eru næm á líðan foreldra og skynja fljótt ef þeirra nánustu eru með áhyggjur eða eru stressuð. Ef fullorðna fólkið sýnir taugaveiklun og stjórnlausa hræðsluhegðun í návist barna munu börnin verða skelfingu lostin. Foreldrar, afar og ömmur sem eru yfirkomin af skelfingu geta oft ekki leynt því. Börn hlusta á raddblæ og fylgjast grannt með svipbrigðum sinna nánustu til að meta kvíða- og áhyggjustig þeirra. Ef börn sjá að þeir sem eiga að gæta öryggi þeirra eru lamaðir af ótta er öryggiskennd kippt undan fótum þeirra. Fullorðnir eru haldreipi barnanna og það haldreipi þarf að vera sterkt. Þess vegna skiptir öllu máli að útskýra, fræða og svara spurningum barna af yfirvegun og öryggi. Börn heyra fréttir og sé eftir því tekið að barn er farið að fylgjast með fréttum af Covid-19 vírusnum er mikilvægt að fullorðinn sé til staðar til að útskýra og svara spurningum. Það er mikilvægt að foreldrar geti leiðrétt mögulegar mistúlkanir og misskilning sem kann að koma upp hjá barni sem farið er að fylgjast með fjölmiðlum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun