Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2020 17:12 Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla. Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sér hún fram á nánara samstarf í skólamálum, sem kallar á betri samgöngur milli byggðanna. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum: Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45