Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 18:30 Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. vísir/vilhelm Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45
Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27
Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17