Bloomberg hættir og styður Biden Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 15:19 Michael Bloomberg kveður sviðið. Getty/Joe Raedle Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32