Tugir fyrirtækja kynntu nýjar grænar lausnir Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2020 17:45 Birta Kristín Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá Grænvangi. vísir/egill Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta. Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta.
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira