Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira