Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:00 Biden vann sterkan sigur í nótt. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira