Eddie Hall er enskur aflraunamaður sem ætlar að berjast í boxhringnum við Hafþór Júlíus Björnsson á næsta ári.
Englendingurinn hefur í gegnum tíðina verið að keppa á sömu mótum og Hafþór Júlíus og þeir oftar en ekki barist um gullið.
Það andar þó köldu á milli þeirra og boxbardagi þeirra á næsta ári verður ansi athyglisverður enda báðir að berjast í boxi í fyrsta sinn.
YouTube-síða keppninnar Sterkasti maður heims rifjaði upp feril Eddie á síðu sinni í gær og úr varð 35 mínútna þáttur.
Þar voru rifjuð upp helstu afrek Englendingsins en einnig slæm mistök; eins og þegar hann missti 220 kíló á höfuðið á sér á keppni árið 2015.
Einnig voru rifjuð upp ummæli Hafþórs um hvort að hann héldi að Eddie eða Benedikt Magnússon myndu slá metið í réttstöðulyftu.
Þar hafði Hafþór, eðlilega, meiri trú á Íslendingnum en annað kom svo í ljós.
Þáttinn má sjá hér að neðan.