Ferðakostnaður ríkisins lækkað um 1,1 milljarð milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 09:45 Hluti ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur ferðast minna en áður. vísir/vilhelm Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira