Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 08:00 „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði systir Trump. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ AP/Andrew Harnik Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“ Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira