31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi og 21% í Skaftárhreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 07:30 Vinnumálastofnun reiknar með 31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi í apríl. Í Vík í Mýrdal byggist allt meira og minna á ferðaþjónustu, sem er hrunin í dag vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira