„Þykir leitt að menn hafi gleymt sér“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 16:45 Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik. skjáskot/Selfoss TV „Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“ Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30