Fótbolti

Dapurt gengi Íslendingaliðanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn í tapi.
Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn í tapi. mynd/norrköping

Norrköping tapaði 1-0 fyrir Hacken á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Lokatölur urðu 1-0 en sigurmark Hacken kom stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 5. sætinu en Hacken er í 3. sætinu með tveimur stigum meira.

Adam Örn Arnarsson spilaði síðasta hálftímann er Tromsö gerði 2-2 jafntefli við Sogndal í norsku B-deildinni.

Tromsö var 1-0 yfir er Adam kom inn á en þeir lentu svo undir. Jöfnunarmarkið kom svo fjórum mínútum fyrir leikslok.

Tromsö er á toppnum með eins stigs forskot á Ranheim en Sogndal er í 3. sætinu fimm stigum á eftir Tromsö.

Böðvar Böðvarsson spilaði einnig í hálftíma er Jagiellonia gerði 1-1 jafntefli við Wisla Krakow á heimavelli í Póllandi.

Böðvar kom inn af bekknum en þetta var fyrsti leikur Jagiellonia í deildinni þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×