Vita ekki hvort erlendur ökuþrjótur sé löglega í landinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 07:15 Gatnamót Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar. Vísir/Vilhelm Lögreglan segist hafa stöðvað „erlendan mann“ sem ók á 120 km/klst á Kringlumýrarbraut skömmu eftir miðnætti, en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Ekki aðeins er manninum gefið að sök að hafa ekið of hratt heldur jafnframt að hafa ekki getað framvísað „ökuskírteini né öðrum skilríkjum.“ Fyrir vikið hafi lögreglan átti í erfiðleikum með að staðfesta hvort hann væri yfir höfuð með ökuréttindi eða „að hann væri í löglegri dvöl á landinu.“ Mál hans verði skoðað betur þegar líða tekur á daginn. Að frátöldum þjófnaði í Skeifunni, þar sem tveir liggja undir grun, voru umferðarlagabrot fyrirferðamest í nótt að sögn lögreglunnar. Nokkrir voru þannig stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna auk þess sem umferðaróhapp í Spönginni er rakið til vímaðs ökumanns. Þá segist lögreglan hafa haft afskipti af ökumanni sem var að „drifta“ við Korputorg. „Auk þess sat „farþegi“ uppi á þak bifreiðarinnar á meðan þessu stóð,“ skrifar lögreglan í dagbók síðan án þess að tilgreina hvernig málið var afgreitt. Þá segist lögreglan jafnframt hafa vakið drukkinn strætófarþega í Hamraborg um klukkan 23, eftir að vagnstjórinn hafði gert misheppnaða tilraun til þess. Það tókst þó á endanum „og ekki urðu frekari eftirmálar,“ að sögn lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan segist hafa stöðvað „erlendan mann“ sem ók á 120 km/klst á Kringlumýrarbraut skömmu eftir miðnætti, en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Ekki aðeins er manninum gefið að sök að hafa ekið of hratt heldur jafnframt að hafa ekki getað framvísað „ökuskírteini né öðrum skilríkjum.“ Fyrir vikið hafi lögreglan átti í erfiðleikum með að staðfesta hvort hann væri yfir höfuð með ökuréttindi eða „að hann væri í löglegri dvöl á landinu.“ Mál hans verði skoðað betur þegar líða tekur á daginn. Að frátöldum þjófnaði í Skeifunni, þar sem tveir liggja undir grun, voru umferðarlagabrot fyrirferðamest í nótt að sögn lögreglunnar. Nokkrir voru þannig stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna auk þess sem umferðaróhapp í Spönginni er rakið til vímaðs ökumanns. Þá segist lögreglan hafa haft afskipti af ökumanni sem var að „drifta“ við Korputorg. „Auk þess sat „farþegi“ uppi á þak bifreiðarinnar á meðan þessu stóð,“ skrifar lögreglan í dagbók síðan án þess að tilgreina hvernig málið var afgreitt. Þá segist lögreglan jafnframt hafa vakið drukkinn strætófarþega í Hamraborg um klukkan 23, eftir að vagnstjórinn hafði gert misheppnaða tilraun til þess. Það tókst þó á endanum „og ekki urðu frekari eftirmálar,“ að sögn lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira